top of page
Frida-final-front.jpg
MERKING, skáldsaga.

Mál og menning gefur út. 


„Fríða Ísberg tekur klið samtímans og
skapar framtíðarmúsík sem er nöpur,
fyndin og óvægin.“
                           - Andri Snær Magnason


  
KLÁÐI, Partus, 2018. 
Smásagnasafnið Kláði fjallar um fólk sem á einn eða annan hátt klæjar undan væntingum eða kröfum samtíma síns.
Kláði var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020, Fjöruverðlaunanna
2019 í flokki fagurbókmennta og þýðingar hafa komið út eða eru væntanlegar á dönsku, úkraínsku og ungversku. Stakar smásögur hafa birst eða eru væntanlegar í ýmsum tímaritum, svo sem The Iowa Review, The Southern Review, PRISM International, Words without Borders og Comma Press.  
Fríða virðist upprennandi meistari smásögunnar ... Kjarni smásagnanna er skýr, myndmálið skemmtilegt og naskt, söguþráðurinn áhugaverður og tungumálið flæðandi. Það sem gerir stíl Fríðu að auki svo hressandi og öðruvísi er hvað hún hlífir sögupersónum lítið. Hún óttast ekki að afhjúpa þær og bera. Þessi skortur á spéhræðslu gerir persónurnar hálfvarnarlausar og frásagnirnar verða afar sannar, tragískar og síðast en ekki síst hrikalega fyndnar. 
                         
 - Júlía Margrét Alexandersdóttir
 ★★★★½ / Morgunblaðið
 
Fríða Ís­berg er einn mest spennandi
rit­höfundur sem ég hef komist
í tæri við lengi.                           
                             - Brynhildur Björnsdóttir
 ★★★★½ / Fréttablaðið
Það er nautn að lesa svona vel gerðar smásögur.
                         
                       - Silja Aðalsteinsdóttir / TMM
bottom of page